Árshátíð 2010 – 60 ára afmæli Jöklarannsóknafélagsins

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldinn 13.nóvember næstkomandi. Hátíðin hefst kl.18:00 í húsnæði Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, Reykjavík.  Þar verður stutt dagskrá og veitingar í boði Veðurstofunnar.  Upp úr klukkan 19:00 verða gestir fluttir með rútu Guðmundar Jónassonar í veislusal Þróttar í Laugardalnum, þar sem dagskrá hefst kl.20:00. Jöklarannsóknafélagið fagnar 60 ára afmæli sínu um þessar mundir og […]


Afmælisárshátíð JÖRFÍ 13. nóvember

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin 13. nóvember næstkomandi. Hún verður í góðum sal miðsvæðis í Reykjavík, en greint verður nánar frá tilhögun á haustfundinum og hér á heimasíðunni þegar nær dregur. Þann 22. nóvember eru sextíu ár frá því félagið var stofnað og árshátíð því með veglegra sniði en alla jafna. Félagar eru hvattir til að […]


Haustfundur JÖRFÍ 26. október

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 26.október 2010 kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins: „Sprungur á jöklum kortlagðar.“ Snævarr Guðmundsson Myndasýning: Magnús Hallgrímsson sýnir myndir af fólki á jökli Nánari umfjöllun um efni fundarins má nálgast í glóðvolgu fréttabréfi JÖRFÍ sem má nálgast hér. Sprungusvæði á Hagafellsjökli í október 2010. Mynd: Snævarr […]


Fréttabréf JÖRFÍ – október 2010

Nýtt fréttabréf JÖRFÍ hefur litið dagsins ljós og má nálgast hér.


Byggingarvinna í Jökulheimum

Vinna við stækkun nýja skála í Jökulheimum er hafin. Undirstöður voru steyptar í maí og fimmtudaginn 12. ágúst næstkomandi verður hafist handa við viðbygginguna sjálfa, ef veður leyfir. Allir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg (eða hamar) er velkomnir. Margar hendur vinna létt verk. Kynngimagnað umhverfi og skemmtilegur félagskapur í vinnulaun. Þeir […]