Árshátíð JÖRFÍ laugardaginn 8. nóvember 2008

Lagt verður upp frá nágrenni Select við Vesturlandsveg, hvar Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður til fordrykkjar í húsakynnum sínum stundvíslega kl. 17.30. Að þeirri stund lokinni verður haldið með langferðabíl á vit ævintýranna þar sem okkar bíður veislumatur og dansiball með lifandi tónlist í þéttbýli innan Stór-Kópavogssvæðisins… Fólk ber ábyrgð á eigin veigum til hátíðarhaldanna sem […]


Haustfundur JÖRFÍ 2008

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn 21.október næstkomandi klukkan 20:00 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Erindi: „Grímsvatnagosið 2004: Gjóska, útbreiðsla og upphleðsla í Grímsvötnum.“ Björn Oddsson. Myndasýning: Breytingar á Grímsvötnum á undanförnum árum. Magnús Tumi Guðmundsson.


Haustannir á Grímsfjalli

Síðustu viku septembermánaðar dvöldust fimm vísindamenn frá Edinborgarháskóla á Grímsfjalli. Tilgangurinn var að æfa notkun radartækja sem lesa ís og öskulög í jökli sem og jökulbotn og hugsanlega ísbráð neðanfrá. Hlynar tveir, félagar í JÖRFÍ voru fylgdar og aðstoðarmenn Edinborgara á tveimur bílum, Jöklarauð JÖRFÍ og jeppa Hlyns Snæland. Í upphafi leiðangurs olli flughálka á […]


Haustferð JÖRFÍ

Haustferð Jörfí verður að þessu sinni farin í Nauthaga. Slegist verður í för með Leifi Jónssyni lækni og jöklafara og félögum inn að Hofsjökli til sporðamælinga fyrstu helgi októbermánaðar. Lagt verður af stað föstudagsmorguninn 3.október og haldið tilbaka á sunnudagseftirmiðdegi. Hafst verður við í tjöldum fyrri nóttina og líklega gist í góðum fjallaskála á laugardagskvöld […]


Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin laugardaginn 8. nóvember næstkomandi. Gleðin hefst kl. 17.30, nánara fyrirkomulag auglýst á haustfundi þann 21. október. Takið dagana frá!