Gönguferð GJÖRFÍ um nágrenni Álafosskvosar

Á morgun, þriðjudaginn 13. desember, mun GJÖRFÍ ganga um nágrenni Álafosskvosarinnar í Mosfellsbæ. Brottför er frá bílastæðinu í kvosinni kl. 18:00, sem er 30 mínútum síðar en áður var auglýst í fréttabréfinu. Kíkt verður á kaffihúsið í kvosinni eftir gönguna. Munið ennisljósin!

Gönguferð GJÖRFÍ um Grafarvoginn

GJÖRFÍ mun á morgun, þriðjudaginn 29. nóvember ganga um Grafarvoginn. Brottför er frá Eiðsgranda við Geldinganes kl. 17:30.

Gönguferð GJÖRFÍ um Öskjuhlíðina

Við minnum á að á morgun, þriðjudaginn 15. nóvember, mun GJÖRFÍ ganga um Öskjuhlíðina. Brottför er frá Perlunni kl. 17:30.

Árshátíð JÖRFÍ 5. nóvember!

Nú styttist í árshátíðina, en hún verður haldinn laugardaginn 5. nóvember, og ekki seinna vænna en að ná sér í miða.

Hátíðin hefst kl.18:00 með fordrykk í Garminbúðinni. Önnur drykkjarföng eru á ábyrgð hvers og eins

Miðasala er sem áður hjá Ástvaldi Guðmundssyni á rakarastofunni á Dalbraut (s: 568-6312), Finni Pálssyni í Öskju (s: 525-4936), Hálfdáni Ágústssyni á Veðurstofu Íslands / Orkugarði (s: 865-9551) og Grétari Má Þorvaldssyni í Málmsteypunni Hellu hf, Kaplahrauni 5 í Hafnarfirði (s: 898-5988)

Haustfundur JÖRFÍ, nýtt fréttabréf og næsta GJÖRFÍ-ferð

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 18. október kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Magnús Tumi Guðmundsson flytur erindi um gosið í Grímsvötnum síðastliðið vor og Guðbjörn Þórðarson segir frá skálasmíðum í Jökulheimum í máli og myndum.

Nýtt fréttabréf JÖRFÍ má finna hér.

Gönguferðir GJÖRFÍ eru hafnar á ný og næst verður gengið um Heiðmörk þriðjudaginn 18. október. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá stóra bílastæðinu rétt áður en komið er að norska bústaðnum í Heiðmörk. Munið vasa- eða ennisljós og haustfundinn sama kvöld kl. 20.